.

Ísbjarnarblús Lyrics

Við vélina hefur hún staðið síðan í gær,
blóðugir fingur, illa lyktandi tær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.
Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær
því línuritið sýnir að afköstin eru meiri í dag en í gær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Sigga á borði númer 22, hún hætti í gær.
Ég er að spekúlera að hætta líka, ha ha, hæ hæ.
Þúsund þorskar á færibandinu færast nær.
Herbergið mitt er uppi'á verbúðum, þar sem lifa lýs og flær,
þó á ég litasjónvarp og frystikistu sem hlær.
Þúsund þorskar á færibandinu færast nær.

Það er enginn fiskur í dag, þið getið farið heim og slappað af,
tekið ykkur sturtu og farið í bað.
Þúsund þorskar á færibandinu færast nær.
Ég ætla aldrei, aldrei, aldrei að vinna í Ísbirninum.
Ég ætla með kíló af hassi út í náttúruna
og fíla grasið þar sem það grær.
Report lyrics
Ísbjarnarblús (1980)
Ísbjarnarblús Hrogninn eru að koma MB.Rosinn Grettir og Glámur Færeyjablús Jón Pönkari Hollywood Agnes og Friðrik Hve þungt er yfir bænum Þorskacharleston Mr.Dylan Masi Stál og Hnífur