.

Að hausti Lyrics

Tveimur jafnfljótum tiplar yfir sandinn
Landið suður lokkar
Tíminn hálfnaður sömuleiðis vandinn
Andið svala okkar
Enginn þekkir til gjörða eða göngu
Vona sinna valdur
Gömlu könunnar enda fyrir löngu
Kona vindur kaldur

Skórinn gatslitinn skörð eru í kápu
Lækir frosnir leka
Skemmir göngu með sögum eða drápu
Flækir ísinn fleka

Reynslan æskuna rúði inn að skinni
Tapa laufin trjánum
Rífur gömul sár slitrótt bernskuminni
Gapa klettar gjánum

Það var haust við þögðum
Allt vort traust við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust við þögðum

Ferðast einsömul fararskjótinn enginn
Gjánum klettar gapa
Félegsskapurinn allur úr sér genginn
Trjánum laufin tapa

Kaldur vindurinn klónum sínum sekkur
Fleka ísinn flækir
Krækiberjablá lækjarvatnið drekkur
Leka frosnir lækir

Liðið sumarið lækkar sól og dofnar
Kaldur vindur kona
Leggst þar undir stein örmagna og sofnar
Valdur sinna vona

Leikur andlitið ljósrauð morgunglæta
Okkar svala andið
Líkt og Brynhildar goðin hennar gæta
Lokkar suðurlandið

Það var haust við þögðum
Allt vort traust við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust við þögðum
Það var haust í sárum
Allt vort traust við á þig bárum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust við þögðum

Það var haust í klettum
Allt vort traust við á þig settum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust við þögðum

[English translation:]

Striding quick across the sands
The south, it calls us
Half our time and half our trouble stands
Fresh winds befall us
No-one knows where fate will chime
What your destiny holds
For the crone, once upon a time
Woman, wind so cold
Shoes worn, cape is frayed
Frozen streams are weeping
Foul path with rhymes is laid
Tangled floes are sweeping
Fields of innocence
No more than an ember
Trees will lose their awning
Old wounds opened by
What she will remember
Mountain's wounds are yawning
Leaves they turned, no word spoken
Trust unearned, time unbroken
Silence learned, faith it's token
Leaves they turned, no word spoken

Lonesome traveller, searches out her way
Mountain's wounds are yawning
No-one next to her, nothing more to say
Trees will lose their awning
Wind-claws rend her flesh, silent is her scream
Tangled floes are sweeping
Blue hands trembling, drinking from a stream
Frozen streams are weeping
Summer's day is gone, sun is sinking low
Woman, wind so cold
Lays down by a rock, sleeping in the snow
What your destiny holds
Red dawn strokes the face of a frozen sleeper
Fresh winds befall us
Just like Brynhildur, the Gods will be her keepers
The south, it calls us

Leaves they turned, no word spoken
Trust unearned, time unbroken
Silence learned, faith it's token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
Leaves they turned, turned to cinder
Our trust burned, you the tinder
Silence learned, faith it's token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
Leaves they turned, rocks their landing
Our trust spurned, you left standing
Silence learned, faith it's token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
Report lyrics
Með vættum (2014)
Að vori Með fuglum Að sumri Með drekum Að hausti Með jötnum Að vetri Með griðungum Sleipnir (live at Eldborg, Harpa, 29.11.2013) Valhöll (live at Eldborg, Harpa, 29.11.2013)